Velkomin á vef Garðaflóru

       
   - vefsíðu um garðplöntur á Íslandi -
Markmið Garðaflóru er að safna saman upplýsingum um þær garðplöntur sem eru í ræktun á Íslandi og miðla þeim á aðgengilegan hátt til þeirra sem fást við garðrækt.

Nýjustu greinar:

 • Klukkurunnar Klukkurunnar (Weigela) er ættkvísl smávaxinna runna sem allir eiga heimkynni sín í Austur-Asíu. Þeir bera nokkuð stór, klukkulaga blóm í bleikum, hvítum, rauðum eða gulum lit og virðast alltof skrautlegir til að eiga möguleika á að þrífast hér. Nú veit ég ekki hversu margar tegundir klukkurunna hafa verið reyndar hér en tvær þeirra hafa reynst ævintýralega vel.lesa meira ......
  Posted Jul 11, 2011, 1:26 PM by Rannveig Garðaflóra
 • Leitin að réttu plöntunni Það er fátt skemmtilegra en að standa frammi fyrir því spennandi verkefni að hanna nýjan garð. Eða endurhanna gamlan garð sem er e.t.v. kominn í órækt. Þá er að mörgu að hyggja. Fyrst er rétt að huga að notagildi garðsins; hvernig hann muni veita eigendunum sem mesta ánægju. Skipuleggja dvalarsvæði og göngustíga, aðkomur og önnur „hörð svæði“. Svo er komið að þessu skemmtilega – að velja plönturnar.lesa meira .....
  Posted Jul 5, 2011, 4:11 PM by Rannveig Garðaflóra
 • Krydd og matjurtir í pottum og kerjum Það eru ekki allir sem hafa pláss eða aðstöðu fyrir stóran matjurtagarð sem getur séð fjölskyldunni fyrir grænmeti og kartöflum frameftir vetri. Það er þó ekki þar með sagt að ekki sé hægt að njóta þess að gæða sér á heimaræktuðu grænmeti, þó í litlu magni sé. Það er nefnilega vel hægt að rækta matjurtir í pottum og kerjum á svölunum eða pallinum.lesa meira ....
  Posted Jun 10, 2011, 1:59 PM by Rannveig Garðaflóra
Showing posts 1 - 3 of 5. View more »


Fréttir

 • Tilkynning frá Yndisgróðri - ráðstefna í ágúst næstkomandi: Kæra áhugafólk um garð- og landslagsplöntur!   Við viljum vekja athygli ykkar á ráðstefnu sem haldin verður í Laugardalnum og á Reykjum í Ölfusi í ágúst næstkomandi.  Ráðstefnan er haldin í ...
  Posted May 20, 2011, 7:46 AM by Rannveig Garðaflóra
 • Endurútgáfa bókarinnar Garðverkin eftir Stein Kárason væntaleg! Steinn Kárason er að undirbúa endurútgáfu á bókinni Garðverkin sem kom út 2003 og hefur lengi verið ófáanleg. Hann þakkar það mikla lof og góðu viðtökur sem bókin fékk þegar ...
  Posted Mar 23, 2011, 12:28 PM by Rannveig Garðaflóra
Showing posts 1 - 2 of 27. View more »

 


Plöntuskipti

 • Vortiltektin í garðinum hafin Það er kominn tími til að grisja aðeins þær plöntur sem eru orðnar of plássfrekar.Hver planta kosta 300 kr.; 4 plöntur á 1000 kr.Sjá listann hér: Plöntur til ...
  Posted May 13, 2011, 8:14 AM by Rannveig Garðaflóra
 • Fjölært fræ til sölu Ég ætlaði að vera rosa dugleg í haust og safna fræi til að senda inn til Garðyrkjufélagsins. Ég safnaði fræinu, en fann aldrei tíma til að hreinsa það og pakka ...
  Posted Apr 29, 2011, 1:06 PM by Rannveig Garðaflóra
Showing posts 1 - 2 of 2. View more »
 • Mynd dagsins:
 • 30. apríl 2015 Fyrstu dagar sumarsins hafa verið heldur naprir, en krókusarnir láta frostið ekki á sig fá og blómstruðu sínu fegursta í sólinni á þriðjudag. Crocus 'Ruby Giant' með 'Fuscotinctus' og 'Ard Schenk' í bakgrunni
  Posted Apr 30, 2015, 7:02 AM by Rannveig Garðaflóra
 • 21. apríl 2015 Skógarbláminn er byrjaður að blómstra. Það er ekki mikill blámi yfir þessu sterkbleika afbrigði, það væri kannski réttara að nefna það skógarroða. Það er yfirleitt degi á undan þessum bláu að opna fyrstu blómin.
  Posted Apr 22, 2015, 6:30 AM by Rannveig Garðaflóra
 • 29. apríl 2014 Primula 'John Mo' fagnaði sumri með því að opna fyrstu blómin á sumardaginn fyrsta. Gleðilegt sumar!
  Posted Apr 29, 2014, 4:19 PM by Rannveig Garðaflóra
Showing posts 1 - 3 of 170. View more »