Bleikar rósir

'Agatha'
sh. 'Agathe de Francfort'; 'Frankfort Agathé'
'Agatha' er gömul gallica rós með fylltum, bleikum blómum.
takmörkuð reynsla

'Alexander MacKenzie'
'Alexander MacKenzie' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, rauðbleikum blómum.
nokkuð harðgerð, HRF - 3

'Andrewsii'
'Andrewsii' er lágvaxinn þyrnirósarblendingur með hálffylltum, rósbleikum blómum.
takmörkuð reynsla

'Belle Poitevine'
'Belle Poitevine' er ígulrósarblendingur með fylltum, bleikum blómum.
nokkuð harðgerð, mögulega RHF2

'Bonica'
sh. 'Bonica 82'
'Bonica' er nútíma runnarós með stórum klösum af bleikum blómum sem lýsast með aldrinum.
frekar viðkvæm

'Brenda Colvin'
'Brenda Colvin' er hávaxin flækjurós með klösum af smáum, fölbleikum, hálffylltum blómum.
þrífst vel á sólríkum stað í góðu skjóli

'Bright as a Button'
sh. 'Eyes on You' ; 'Peace and Love' ; 'Raspberry Kiss'
'Bright as a Button' er klasarós með klösum af einföldum, bleikum blómum með dekkri miðju.
frekar viðkvæm

'Celestial'
sh. 'Céleste'
'Celestial' er gömul bjarmarós frá 18. öld með hálffylltum, bleikum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF2

'Charles Albanel'
'Charles Albanel' er ígulrósarblendingur með hálffylltum, bleikum blómum.
nokkuð harðgerð, líklega RHF2

'Cristata'
sh. 'Châpeau de Napoléon'; 'Crested Moss'
'Cristata' er centifolia mosarós sem blómstrar fylltum, bleikum blómum. Hún er sport af rósinni Centifolia Muscosa, Pink Moss.
þarf gott skjól, mögulega RHF3

'Dagmar Hastrup'
sh. 'Fru Dagmar Hastrup'
'Dagmar Hastrup' er ígulrósarblendingur með einföldum, bleikum blómum.
harðgerð, RHF1

'David Thompson'
'David Thompson' er ígulrósarblendingur með fylltum, rauðbleikum blómum.
nokkuð harðgerð, líklega RHF2

'Dornröschen'
sh. 'Belle au Bois Dormant' ; 'Sleeping Beauty'
'Dornröschen' er nútíma runnarós með stórum, fylltum, bleikum blómum.
þrífst vel við rétt skilyrði

'Empress Josephine'
sh. 'Impératrice Joséphine'; 'Souvenir de l'Impératrice Joséphine'
'Empress Josephine' er gömul gallica rós með fylltum, bleikum blómum.
þarf nokkuð gott skjól, mögulega RHF3

'F. J. Grootendorst'
sh. 'Grootendorst Red'
'F. J. Grootendorst' er ígulrósarblendingur með frekar smáum, fylltum rauðbleikum blómum í klösum.
þarf gott skjól, RHF3

'Fritz Nobis'
'Fritz Nobis' er nútíma runnarós með fylltum, bleikum blómum með ferskjulitri miðju.
þrífst vel við rétt skilyrði

'Frühlingsduft'
sh. 'Spring Fragrance'
'Frühlingsduft' er þyrnirósarblendingur með hálffylltum, ferskjubleikum - bleikum blómum.
þarf nokkuð skjólríkan vaxtarstað, takmörkuð reynsla

'Félicité Parmentier'
'Félicité Parmentier' er gömul bjarmarós frá 19. öld með fylltum, fölbleikum blómum.
þrífst vel í góðu skjóli

'George Will'
sh. 'Vuosaari'
'George Will' er ígulrósarblendingur með fylltum, bleikum blómum í klösum.
harðgerð, RHF1

'Glory of Edzell'
sh. 'Glory of Edsell'
'Glory of Edzell' er þyrnirósarblendingur með einföldum, bleikum blómum með kremhvítri miðju.
nokkuð harðgerð, RHF2

'Guðbjörg'
'Guðbjörg' er íslenskur ígulrósarblendingur með fylltum, rauðbleikum blómum.
harðgerð

'Huldra'
'Huldra' er norskur þyrnirósarblendingur með hálffylltum, fölbleikum blómum.
takmörkuð reynsla

'Husmoderrosen'
'Husmoderrosen' er norskur þyrnirósarblendingur með hálffylltum, fölbleikum blómum.
sögð harðgerð, mögulega RHF2

'Jens Munk'
'Jens Munk' er ígulrósarblendingur með fylltum, bleikum blómum.
nokkuð harðgerð, RHF2

'John Cabot'
'John Cabot' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, sterkbleikum blómum.
nokkuð harðgerð, HRF - 3

'John Davis'
'John Davis' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, bleikum blómum sem lýsast með aldrinum.
nokkuð harðgerð, líklega HRF - 3
